Í áfanganum eru helstu grunnatriði í vefforritun kynnt. Farið er í miðlara/biðlara uppbyggingu vefsíðna, samskipti þeirra og hlutverk hvers hluta. Nemendur vinna að smíði vefja með miðlaramáli. Lögð er áhersla á málfræði og endurnýtni á kóða í gerð vefja.
Kennslan byggist á fyrirlestrum í upphafi kennslustundar og síðan eru verkefni unnin samkvæmt verklýsingum. Ýtarleg námsáætlun og verklýsingar eru í Innu ~/VEF2VF05CU
Kennslufyrirkomulag
Kennslan byggist á fyrirlestrum í upphafi kennslustundar og síðan eru verkefni unnin samkvæmt verklýsingum.
Verkefnalýsingar birtast Innu.
Verkefnayfirlit
- Grunnatriði í tölvusamskiptum
- HTTP staðalinn, request / response
- Beining (static routing)
- Flask vefforritun
- Beining (dynamic routing)
- Flask grunnsíður (Templates)
- JSON
- JSON/API
- Form
- Vaframinni
- Gagnavinnsla
- Lokaverkefni
Ýtarlegar verkefnalýsingar eru í INNU
- Öll verkefni eiga að vera vistuð í Github geymslu
- Nemendur skila tenglum (link) í INNU sem vísa á Github geymslu og viðeigandi verkefni.
- Yfirferð verkefna miðast við stöðu verkefna á skiladegi